Læðan okkar var að eignast kettlinga í kvöld og hefur aldrei áður gotið og hún gaut í fataskápnum okkar 5 yndislegum kettlingum. Við vorum búin að búa til stað fyrir hana annars staðar en hún kaus fataskápinn frekar :)
Megum við færa hana og kettlingana á hinn staðinn og ef svo er þá hvernig?
Svo eitt annað. Einn kettlingurinn er ennþá með frekar langan naflastreng sem hefur ekki alveg verið tekinn af en er orðinn harður. Eigum við að taka hann af fyrir mömmuna og með þá hverju? eða mun mamman taka hann sjálf af…hún virðist hafa gleymt þessum eina.
Vonandi veit einhver
Takk fyri