Jæja nú erum við búin að fá yndislegann kettling úr Kattholti. :)
Fengum hann í gær, og læðan sem var þegar á heimilinu alveg brjáááluð. Svo þegar við vöknuðum í morgun var risa stór kúkur í einum stól í stofunni.. Og okkur grunar nú frekar að eldri sé að mótmæla litlu þar sem þetta er alltof stórt fyrir svona lítinn kettling. ;P
En svo áðan fór kettlingurinn að þefa af staðnum sem hin skeit á (þó við værum búin að þrífa allt mjööög vel), og svo skeit hún þar. ;S Við höldum að hún sé bara að merkja sér staðinn, eða herma eftir hinni því hún fann lyktina hennar þar.
Er eina leiðin til að þær fari ekki að gera þetta endalaust til skiptis að annahvort fara með stólinn í hreinsun eða henda honum? Eða kannski loka þær inní einhverju herbergi í smá tíma með mat og kattarkassana.. ?
Hvað er svona “besta” leiðin til að láta þetta ekki gerast aftur?