Jæja, ég og kærastinn minn vorum að fá okkur kettling um daginn frá kattholti. Hann er rosa góður en mjög feiminn karekter.
En við erum í rosalegum vandræðum með að kassavenja hann :(
Fyrst þegar við komum með hann heim sýndum við honum hvar kattasandurinn væri svo hann gæti gert þarfir sýnar þegar hann vildi. Svo bara létum við hann vera og leyfðum honum að skoða sig um.
En hann bara lá ofaná sandinum í klukkutíma eða svo þangað til við ákváðum að ýta aðeins við honum að hreyfa sig.
Ekki gekk það nú vel og var hann búinn að fela sig í kattasandinn strax aftur…
Jæja svo kom að því að hann þurfti að kúka.. þá bara hoppaði hann úr boxinu og skeit fyrir utan það -.-
Við reyndum að skamma hann og segja “nei” ekki gera þetta og svona.
Næstu dagar liðu bara þannig að við þurftum að þrífa kúk og piss út um allt herbergið.(herbergið er samt frekar stórt)
Þannig að við tókum lokaúrræði og settum hann inná baðherbergi með teppi, mat og kattakassa(sem við settum svo dagblöð í á endanum).
Loksins byrjaði hann að skíta í dallinn okkur til mikillar ánægju ! Við vorum svo stolt, en við vildum ath hvort hann myndi ekki alveg örugglega kúka aftur í dallinn þannig að við höfðum hann aðeins lengur. Og vitið menn? Hann gerði það aftur í dallinn dúllan sú. Þannig að við ákváðum að núna væri í lagi að leyfa honum að vera út um allt :P
Allt gekk vel þangað til í dag þá skeit hann á rúmfötin okkar.
Við erum ráðalaus… þetta er okkar fyrsti kisi og okkur þykir afskaplega vænt um hann..
Gerið það viljið hjálpa okkur :)
Kær kveðja,
Tvö ráðalaus
p.s Engin skítköst ! Takk fyrir :)