Jæja, ég er að fá 6-7 vikna kettlinga núna í kvöld. Það er allt klárt hérna heima, svon næstum. Ég var að spá hvort einhver gæti sagt mér hvernig maður á að hafa það yfir fyrstu næturnar? Er betra að loka ketti inní einhverju vissu herbergi þar sem kattarsandur og bælið hans er? Ef svo er, hversu margar nætur?
Ég átti nefnilega kisu þegar ég var 7 ára og man að við lokuðum hana inni í þvotta húsi þar sem allt hennar var.
Er þetta kannski ekkert sniðugt?
Bætt við 18. október 2009 - 14:50
*meinti kettling, ég er bara að fá 1 kettling :P