Ég held að kisinn minn sé kvefaður. Hann er 6 mánaða innikisi. Það heyrist alltaf svona ískur í nefinu þegar hann andar, það er alltaf hor í nösunum hans og nefið er þurrt. Er þetta eitthvað sem gengur bara yfir eins og hjá okkur mannfólkinu eða þarf ég eitthvað að pæla í þessu?
Einhverntímann var mér sagt að það væri ekki sniðugt ef nefið á köttum er þurrt svo ég fór eitthvað að pæla í þessu …