Kisa hefur einusinni stokkið á vinkonu mína og læst í hana klónum, ef hún stekkur á okkur hin þá passar hún sig alltaf á að klóra okkur ekki. Svo er kisa alltaf að bíta í tærnar á vinkonu minni og reyndar mér líka, svo ræðst hún mikið á hendurnar á okkur og bítur fast.
ég reyni alltaf að segja Nei og Suss og slá á trýnið á henni.
Það eina sem mér dettur í hug er að kisa sé í smá mótþróa við nýja manneskju á heimilinu og að hún eigi eftir að venjast henni. Það eru ekki miklar breytingar á heimilinu þó að vinkona mín sé hér, það er þó helst það að vinkona mín vill ekki að kisa sofi í rúminu sínu þannig að hún leyfir henni ekki að fara inn í herbergi til sín, svo líkar vinkonu minni ekki við ólykt þannig að ég skipti oftar um kattasand núna sem ætti bara að vera jákvætt fyrir kisu. Vinkona mín gefur kisu að borða og drekka ef dallurinn hennar er tómur og klappar henni ef kisa vill það.
Ætti ég að hafa áhyggjur? er hún ekki bara að testa hana?
muhahahahaaaa