Jæææja hvernig kennir maður kettlingnum sínum að það má ekki bíta? Eru e-rjar sérstakar aðferðir?
Bætt við 10. september 2009 - 16:14 Hann er rúmlega tveggja mánaða og mikill leikur í honum. Þegar honum leiðist og maður situr bara og chillar á hann það til að stökkva á mann og “glefsa” í mann til að fá mann til að leika :/
haha ég á einmitt einn rúmlega 5 mánaða sem gerir þetta, átti það til líka að bíta mann á nóttunni þegar maður svaf en hann er eigilega hættur því núna. Ég byrjaði á því að segja “nei” við hann og halda kjaftinum saman í smástund (ekkert of fast samt), en svo ákvað ég að prófa að gera bara ekki neitt þegar hitt virkaði ekki því ég held þetta sé bara athyglissýki. Ég veiti honum semsagt enga athygli þegar hann gerir þetta og ég held það sé að virka :)
Já ég var að pæla í að reyna það en það er svoldið erfitt að veita honum enga athygli þegar hann stendur ofan á lyklaborðinu og bítur í puttana á mér :/ það er vont :(
Þetta eldist nú mjög líklega af honum.. ef hann bítur þig fast gerðu þá svona “á” hljóð, eins og dýr gera, og hegðaðu þér eins og þú hafir meitt þig mikið.
Annars myndi ég ekki hafa miklar áhyggjur af þessu, hann er svo ungur :)
Minn gerir þetta líka.. ég tek bara í hnakkadrambið á honum, bara laust, og segi hátt og ákveðið SSSSS. eða bara NEI. Og horfi í augun á honum á meðan. Hann er nánast hættur.
“And Shepherds we shall be, for thee, my Lord, for thee.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..