Áróra er stálpuð læða, rétt að verða kynþroska. Hún er með stóra brúna bletti í feldinum og hvít (t.d. á maganum og snoppunni). Hún pírir mikið augun, það einkennir hana svolítið. Þetta orsakast af e-s konar ofnæmi.
Hún hefur búið hjá mér á 4ðu hæð á Laugaveginum fyrir ofan Hlemm, en svo virðist sem hún hafi hugsanlega dottið niður af svölunum því fátt annað kemur til greina sem útskýrir að hún sé horfin úr íbúðinni.
Hún er því hugsanlega slösuð.
Þetta gerðist núna aðfararnótt 15. ágúst 2009, eða að morgni sama dags. Ég kom heim í hádeginu og þá var hún hvergi sjáanleg.
Ég bið þá sem hafa einhverjar upplýsingar um að láta mig vita sem fyrst.