Ég á kettling sem er svo óheppin að mamma hennar vill lítið hugsa um hana. Það er eitthvað ekki í lagi með köttinn. Allavega, við höfum gefið henni pela nærri því frá fyrsta degi. Þar sem hún var orðin máttvana af hungri fyrst svo það þurfti að gera túttu sem eiginlega hellir upp í hana mjólkinni, svo hún kann eiginlega ekki að sjúga (þau missa hæfileikann til að sjúga mjög fljótt).
Núna er kominn tími til að láta hana lepja en það gengur ekkert. Við erum búin að prófa að pota puttanum í mjólk og láta hana þefa/sleikja, dýfa nefinu ofaní og vona að hún sleiki útum og fatti þetta (ráð sem ég las einhversstaðar). Sama með vatn. Hún horfir á mömmu sína lepja. Ekkert virkar!
Eru einhver önnur ráð? Mér var sagt að það væri hægt að setja túttuna ofan í skálina svo hún prófi að sjúga svona neðan frá, en þar sem hún sýgur ekki virkar þetta voða illa.