Læðan mín var að gjóta kettling í gær og ég hef ekkert séð kettlinginn í dag. Læðan sjálf er róleg heima þó hún fór mikið um húsið, mjálmandi frekar mikið.
Ég er búinn að leita í öllu húsinu og sé hann hvergi.
Er eðilegt að kettir éta afkvæmin sín til að verja þau frá einhverri ógnun?
Eina ógnunin sem ég get spáð er að ég á annan kött(sem er reyndar sonur hennar) og þeim semur ekki það vel saman.
Getur einhver frætt mig um þetta?
Bætt við 6. maí 2009 - 23:45
Búinn að finna hann.