Ég var að fá nýja kisu í gær. Og um leið og hún kom inná heimilið þá varð hún ótrúlega hrædd og byrjaði að hvæsa á alla. Við eigum annan kött fyrir og hún var ótrúlega bitchy við hann, sérstaklega. Samt sagði fyrri eigandinn að hún væri ótrúlega kelin og góð.
Svo hún faldi sig undir eldhúsborðinu langt fram eftir kvöldi og ég tók hana undan með miklu brasi því hún vildi ekki koma fram. Ég setti hana inn í herbergið mitt og þar var hún undir rúmi alveg allan tíman, fór einstöku sinnum fram til að borða (var með matardall og vatn inni í herbergi.) Samt vorum við alveg ótrúlega góð við hana og bjuggum til bæli með teppi sem hún átti fyrir fram. Hún fór samt líka stundum upp í rúm, en það var bara þegar ég var ekki í því, og hún var þar ekki lengi. Hún horfði líka stundum út um gluggann.
Svo í nótt kom vaknaði ég við það að hún svaf til fóta hjá mér.Sem þýðir greinilega það að hún veit að við erum ekkert hættuleg. En þegar ég vaknaði í morgun þá var hún undir rúmi. Svo hafði ég opnar dyrnar, hún hefur aldrei þorað að fara undan rúminu þegar dyrnar eru opnar. En hún labbaði sjálf út og niður á neðri hæðina og fór að skoða.
En ég er svo hrædd um að hún eigi aldrei eftir að venjast og verði alltaf svona hrædd og sérstaklega við hinn köttinn minn. Sem er BTW ekkert nema góður kisi og gerir aldrei neinum mein.
Á hún eftir að venjast?
og er þetta eðlileg hegðun?
NÁNAR: (bara ef þetta myndi skipta einhverju máli)
hún er læða og hinn kötturinn minn er högni
þau eru bæði geld
hún er 10 mánaða en hann er 5 ára
hún bjó á öðru heimili áður en hún kom
Með fyrir fram þökk :)
p.s. ég hef svona miklar áhyggjur vegna ég hef áður fengið nér nýjan kött og þá var hann ekki svona lengi að venjast.
“Don't play with bitches, they know how to play better”