Ég og tvær aðrar stelpur sem leigja með mér vorum að eignast kött fyrir tveimur vikum. Málið er að við búum lengst út í rassgati en erum í skóla á allt öðrum stað, skólinn er þar sem við leigjum. Sú staða er komin upp að á sumum helgum verðum við ekki allar í íbúðinni, þannig að spurningin um hvað á að gera við kisa vaknar. Ég er harðlega á móti því að skilja þriggja mánaða kettling eftir aleinan í íbúðinni, vinkona okkar myndi kíkja á hann einu sinni eða tvisvar á dag, og vil taka hann með mér heim. Þá þyrfti hann að vera í bíl í ca. 2 tíma. Hinar tvær segja að það sé verra fyrir hann að ferðast tvo tíma í bíl, auk þess er hann sjálfstæður einstaklingur sem geti hugsað um sig.
Þannig að hvoru mælið þið með? Láta hann vera einan eftir yfir helgi eða láta hann ferðast í bíl í tvo tíma?
(Ef það eru einhverjir hérna sem að þekkja til okkar, þá er ég aðallega að spyrja hérna til að fá álit utanaðkomandi).