Rosalega misjafnt. Það er í rauninni ekki hægt að venja þær saman þannig séð, þær taka hvor annari eins og þær vilja.
Kannski er það misjafnt eftir því hvort um fress eða læðu er verið að ræða.
Ég er búin að eiga tvo fress, norskan skógarkött og hinn var bara venjulegur húsköttur - smá síams í honum, sem segir mikið til um skapið, geta verið soddan fýlupúkar.
Ég fékk blendinginn fyrst fyrir um 15 árum síðan (hann dó fyrir um 2 mánuðum), svo fékk ég hinn um ári eða tveimur seinna.
Sá eldri var sko ekki sáttur við nýja gestinn og var það þannig alla hans ævi.
Held að þetta sé bara misjafnt annars, það er gott að leyfa þeim að kynnast úti, eða fyrir utan heimilið. Þá finnst þeim sem kom fyrst inná heimilið ekki hinn vera að ryðjast inn og eitthvað.
Vona að þetta skiljist :)