Okei við fluttum úr sveit yfir í lítið þorp í enda ágúst, við eigum læðu og son hennar, það voru ekki liðnir nema rétt um 10 dagar þar til hún hvarf, búið að gera dauðaleit að greyjið læðunni, hún fannst þó núna um miðjan okt, greyið var að ná sér í smá menntun í grunnskólanum hérna í grenndinni.
Það sem bjargaði henni á þessum erfiða tíma var að hún ólst upp sitt fyrsta ár í sveit og því vön veiðum á músum og að leita sér að æti, hvort sem það er gras eða snjór.
Hún krúttið var svo ánægð að koma heim og auðvitað ég rosalega ánægð með að hún var fundin, fékk alveg tárin í augun þegar ég sá hana koma í búrinu eftir að það var búið að sækja hana.
Hún hélt sig inni næstu vikuna, fór rétt út til að gera þarfir sínar og viðra sig smá, en þó komin með nóg af útiverunni. Þar til um fimmtudagskvöldið síðasta ákvað hún að skreppa aðeins út og hafði farið örlítið lengra en hún ætlaði sér þegar það skall á leiðindar veður svo hún rataði auðvitað ekki heim. Snemma morguns þriðjudagsins(í gær) fékk ég símtal kl 8 um morgunin um að hún væri að snuðra um í kringum fjósið :)
Hún hefur notað þefskynið og því ráfað að sveitabænum sem hún fannst á, sem skiljanlega hún gerði þar sem hún elskaði að vera úti í fjósi þar sem við bjuggum áður fyrr.
Nú varla þori ég að taka augun af henni, hún er svo mikill prakkari í sér og alveg frábær karakter. Hafði hugsað mér að gera framhaldsgrein um hana en sendi inn áður Perla yndið mitt og ástin mín :)
Æj ég er bara svo rosalega ánægð að hún endar alltaf aftur í fanginu á mér þessi elska :)
Takk fyrir að nenna að lesa þetta ;)