Vantar smá hjálp varðandi kisurnar mínar
Kvöldið, mig vantar hjálp varðandi eina kisuna mína. Mér langar gríðarlega til að fá köttinn til að geðjast af mér og vilja mig til að klappa sér. Í sumar þá datt hann frekar hátt fall úr blokkinni þar sem hann rann og hefur verið í smá áfalli síðan. Á hverjum degi fer hann til móður minnar og nuddar sig upp við hana og leggst ofan á brjóstkassann á henni þegar hún les bók og fer að mala. Eru til einhver ákveðin trick til að hækka í áliti hjá honum? Hinn kötturinn minn er mjög gælinn og erum við góðir vinir.