Ég er dáldið lost
Þannig er mál með vexti að ég á rétt rúmlega 3 mánaða kettling. Hann er gæfur og blíður, á það til að bíta og klóra:) Smá leikur í honum. En, ég veit ekki hvort kynið hann er, og ég er alls ekki það fróð um ketti. Konan sem gaf mér hann sagði hann vera karlkyn en nýlega uppgvötaði ég að hann er með spena…og hef heyrt bæði að kk geti verið með spena og að þeir geti það ekki. Svo hef ég heyrt að hann ætti að vera kominn með kk kynfæri en hef líka heyrt að hann ætti ekki að vera komin með þau. Getur einhver sagt mér hvernig ég get séð hvort kynið dýrið er?