Á eftir erum við kærastinn að fá okkur tvo svarta kisustráka. Fyrstu gæludýrin okkar saman og erum við rosalega spennt fyrir þeim. Við erum búin að kaupa allt sem þarf og fyrir utan það þá á fjölskyldan mín tvo ketti núþegar og shaffer blandaða tík. Við búum í kjallaranum fyrir neðan þau og alltaf hefur gluggi verið opin fyrir kettina þeirra til að koma í heimsókn ef enginn er heima uppi og þau komast ekki inn þar.
Við kærastinn ætluðum ekkert að fá okkur kettlinga fyrr enn í desember þegar við flytjum í íbúðina okkar en þeir duttu nú eiginlega bara í fangið á mér og ég gat ekki sagt nei því þetta eru soddan rúsínur og erfitt að næla sér í kol svarta bræður.
Það sem ég er að að hugsa, er hvort það geti verið erfitt að venja gömlu kettina við nýju kettlingana? Hundurinn er þrælvanur eldri köttunum og oft kúra þau meira segja saman og kettirnir láta hundinn vita ef hún er að ganga of langt og hún virðir það. En með litlu kettlingana er að þeir verða innikettir meðan stóru kettirnir eru útikettir. Gluggarnir sem þeir voru vanir að komast alltaf inn um verða lokaðir svo kettlingarnir stinga ekki af (nýja íbúðin verður með neti fyrir gluggum svo að loft komist inn enn engir kettir út)
Mér vantar eiginlega bara alsherjar ráð og tips sem þið getið gefið mér með þessar aðstæður og það að þegar maður fær sér tvo kettlinga saman :)
Takk fyrir öll svör og lestur og takk fyrir skemmtilega hugasíðu! :)
cilitra.com