Ef þú ert vanur dýrum þá áttu kannski að vita það að kettir og hundar mega ekki fá mjólk og rjóma. Maginn á þeim er ekki hannaður til að vinna úr mjólkursykrinum og þeir geta þá fengið góóða drullu.
Auðvitað veit ég að köttum finnst mjólk og rjómi gott, ég er enginn asni.
Eins og þeim finnst fiskur góður. En kettir eiga ekki að fá þetta því þeir eru ekki gerðir til að melta þessa hluti.
Það er alltilagi að gefa þeim að smakka af og til, en mjólk og rjómi er ALGJÖRT spari og þá í mjög litlu magni, því maginn á þeim nær ekki að vinna úr mjólkursykrinum - sem veldur þá mjög óskemmtilegri drullu.
Fiskur fer illa með feldinn á þeim og þeir fara mikið úr hárum.
Ekki reyna að segja að ég hafi rangt fyrir mér, því ég er búin að eiga ketti í 15 ár. Elsti kisinn er nýdáinn og hann náði 15 ára aldri.
Ég tel mig þá hafa eitthvert vit á köttum þar sem ég hef alist upp með þeim og læt ekki einhvern gutta segja mér annað.
Bætt við 22. nóvember 2008 - 18:41 Ekki heldur taka mark á einhverjum asnalegum wiskas sjónvarpsauglýsingum. Þeir segja hvað sem er til að selja vöruna.
Wiskas er að mínu mati það sama og pedigree hundamatur = sori.
Engin gæði í þessu og þetta er bara eitthvað drasl sem ég myndi ekki nokkurntíma bjóða kettinum mínum uppá.
Afhverju helduru að þessi kattamatur sé svona ódýr? Jú, vegna þess að þetta er bara fjöldaframleidd draslvara sem fæst í lágvöruverslunum.
Myndiru bjóða barninu þínu uppá matarleifar sem einhver róni skildi eftir sig? Nei, býst ekki við því.
Best er að gefa köttum þurrmat sem fæst í gæludýrabúðum (hærri gæðastandard, fer betur með feld og fleira) og vatn. Reyna að halda mjólk í aalgjöru lágmarki, helst bara sleppa því að gefa þeim mjólk.
EF kötturinn skyldi fá í magann og fá drullu eða eitthvað, gefðu honum þá AB-mjólk. (Nei, það er ekki það sama og að gefa honum mjólk.)