Sælinú, mig vantar ráð varðandi tveggja ára gömlu læðuna mína.
Hún er með svona kattarlúgu þannig að hún getur farið út og inn að vild, nema það er alltaf bröndóttur köttur sem ræðst alltaf reglulega á hana. En kötturinn minn hefur alltaf fattað það að aðeins hún kemst inn um lúguna sína útaf því að hún hefur verið með nokkurskonar segul um ólina sem opnar bara fyrir henni.

En núna er hún búin að týna ólinni sinni og það skiptir engu hversu oft við kaupum nýja ól á hana, þær glatast um leið.

Og þar að leiðandi getum við ekki verið með lúguna læsta. Ekki leið að löngu þar til þessi leiðinlegi bröndótti köttur sem ræðst alltaf á hana er farinn að koma inn til okkar annað hvort að ráðast á köttinn minn eða að borða matinn hennar. Þetta er óþolandi.

Eruð þið með einhverjar ráðleggingar ? Eins og til dæmis hvernig ég get séð til þess að hún týni ekki ólinni sinni og hvernig það er hægt að sjá til þess að bröndótti kötturinn haldi þessu ekki áfram?

Takk.