Jah, ég á Sphynx kött sjálfur (foreldrar mínir eiga tvo, amma og afi eiga eina)og það voru tveir að rækta þá hér, eða voru að því allavega.
Heimasíða þeirra er sphynx.tk
Þetta eru mjög spes kettir og þarfnast hellings umhyggju. T.d. er slæmt að skilja þá mikið eftir eina, og ef það þarf þá þarf eiginlega að setja þá í pössun (ég er ekki að grínast) eða fá sér annan sphynx með þeim. Ekki það að þeim sé illa við venjulega ketti, það er eiginlega öfugt. Allir “hárugir” kettir sem hafa séð minn Sphynx fríka alltaf út og vilja komast burt, þótt að þeir séu almennt kannski mjög rólegar kisur.
Tala nú ekki um að það þarf að baða þá svona tvisvar í viku, síðan er þeim hætt við allskonar víkjandi “erfða-einkennum” enda eru þeir svo hreinræktaðir.
En ég get aldrei átt “venjulegan” kött eftir að hafa átt Sphynx…þetta “skemmir” mann alveg, en þó á góðan hátt. :D
Bætt við 18. júní 2008 - 09:12
Já, og kostnaður er eftir samkomulagi. En ekki búast við neinu megavikutilboði ;)