Ég veit að margir eru í vandræðum með að fá vini eða ættingja til þess að sjá um dýrin sín á meðan skroppið er til útlanda eða eitthvað innanlands yfir sumartímann.
Ég er kattaræktandi og veit hvað það getur verið mikilvægt fyrir ketti að geta verið heima hjá sér yfir t.d. tveggja vikna tíma. Einnig hef ég reynslu af fuglum, fiskum, hömstrum og fleiri smádýrum.
Ef ykkur vantar aðstoð að hugsa um kisa eða einhver smádýr á meðan þið eruð í burtu er ég tilbúin að hjálpa.
Ég veiti upplýsingar í gegnum e-mail og þá gef ég þér upp síma og við getum spjallað saman. Einnig getur þú fræðst um mig á heimasíðunni minni www.kisur.dyraland.is
Bestu kveðjur, veraldar@visir.is