Kötturinn vælir allveg endalaust og eltir mig útum allt. Ég tjékka hvort hann vilji fara út/éta og hann vill hvorugt. Ég klappa honum og er góð við hann en hann heldur áfram að væla um leið og ég hætti..
Vertu þá bara oft með köttinn í fanginu t.d. þegar þú ert í tölvunni og vertu að dekra við hann… Honum vantar kannski bara meiri félagskap, stundum er gott að fá lítinn kettling til að bæta félagskapinn.
Eldri kisan mín gerir þetta líka stundum..hún er reyndar innikisa og fær ekki að fara út þótt hún vilji það;) En ég hef heyrt um kött sem varð “þunglyndur” honum leiddist heavy mikið og hann sleikti sig svo rosalega að hann var kominn með skallabletti á nokkra staði hehe
Kötturinn minn gerir það sama, en það er líklegast því við, eigendurnir, vorum í burtu í tvo mánuði, en það var auðvitað séð um hann.. gæti verið að hann sé einmana?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..