hæj, ég var að fá kettling, fyrst þegar hann kom þá faldi hann sig, og svo umm nóttina mjálmaði hann meira enn allt, svo þegar maður kemur að honum hleypur hann burt. er einhver leið til að fá hann til að hætta þessu mjálmi?
Fyrsta nóttin var skelfileg og ég svaf á dínu inni hjá mömmu og við reyndum að hafa köttinn inni hjá okkur en hún(læða) hljóp bara undir næsta rúm eða sófa og mamma vakti mig alltaf til að sækja hana. Við vorum með svona ferðabúr hliðiná dínunni minni sem ég setti köttinn bara í án þess að loka en það endaði með því að ég lokaði bara. Nennti ekki að sækja hana endalaust enda skóli daginn eftir. En annars vorum við bara geðveikt nice við hana og héldum mikið á henni. En kettir eru mjög misjafnir en eins og við komum fram við köttinn minn er hún algjör kelirófa og gæti ekki verið án okkar og við ekki án hennar á meðan að aðrir kettir eru bara að hlaupa í burtu.
Ætlið þið að hafa þetta innikött eða útikött?
Mín er inniköttur. Enda er ég ekki nógu bjartsýn á því að kötturinn minn lendi ekki undir bíl. Ég mundi ekki einu sinni taka áhættuna:o.
En allavega þá mundi ég gefa kettinum pínu næði. Gefa honum uppáhalds matinn sinn..harðfisk, túnfisk, rækjur?..og leyfa honum að finna lyktina af puttunum. Næst halda á honum og klappa. Þetta gerðum við, við okkar kött og ég get ekki lýst hvað ég er hamingjusöm!.
Bætt við 28. mars 2008 - 23:46 Já og ég gleymdi líka að segja..leiktu mikið við köttinn..þetta er ennþá kettlingur er það ekki?. Þeir verða heimakærari ef maður leyfir þeim og sínir þeim mikla athygli. Eða svo hef ég heyrt og það virkaði á köttinn minn. Hann var hræddur við dótið fyrst en með tímanum gat hún ekki haldið lengur af sér:). Við gáfum henni líka rosalega mikið af rækjum í byrjun. Svona 4-6 stórar á dag í u.þ.b. 1 mánuð og hún elskar rækjur. Bara vera góður við köttinn og ALLS ekki skamma hann/hana fyrstu vikurnar og ekki fyrr en kötturinn er orðinn heimakær!..annars gætiru bara gert greyið hrætt.
Ég gerði allavega svona og dekra við öll dýr sem ég hef átt og ekki síst köttinn. Ég veit ekki hvort þú viljir fara sömu leið en þetta er mín aðferð sem heppnaðist alveg ótrúlega vel:)
hann er hættur að vera svona, :) hann sefur uppí hjá mér og allt alveg rólegt og allt, fyrir utan hann er alltaf að hlaupa útum alt x) og líka oná öllum skápum eltandi bolta og bara allt sem er í gólfinu eða lendir þar. svo er hann ekki mikið fyrir að láta halda á sér, nema þegar hann kemur og leggst hjá manni :)
Og ég man eftir því þegar læðan mín kom og lagðist hjá mér í fyrsta skipti..ég varð ekkert smá glöð.
En hún hleypur um allt þegar að við á heimilinu erum að fara að sofa..þá fyrst verður hún alveg snar og eins og hún hafi bara borðað heilt kílo af sykri=).
En endilega að spurja ef þú þarft..finnst ekkert smá gaman að svara spurningum;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..