Þar sem fólk hefur kvartað undan ónæði frá köttum má dýraeftirlitið veiða þá í búr. Borgin er farin að heimta að kettir séu með örmerki svo þeir geti lesið þá með skanna frekar en að reyna að lesa eyrnamerki á misbrjáluðum köttum. Ef þeir taka kött sem er ekki með örmerki þá setja þeir í hann örmerki og eigandinn verður að borga. Ef hann er með örmerki sleppa þeir honum og láta eiganda vita seinna að hans köttur sé að bögga nágrannann.
Rosalega gaman fyrir kettina að vera úti og allt það en amma þín getur ekki stjórnað því hvort kötturinn sé að kúka í blómabeð nágrannans og alveg skiljanlegt að nágranninn sé ekkert hrifinn af því. Þar sem ég bý í Kanada eru þetta sömuleiðis lög að maður tekur ábyrgð á því sem eigandi að kötturinn manns sé ekki að valda öðru fólki ónæði og ef kötturinn er að því, þá getur maður eiginlega ekkert annað gert en að hafa hann bara inni. Ekki eins og maður geti útskýrt fyrir kettinum áður en hann fer út hvað hann megi gera.
Eftir að hafa misst 2 ketti fyrir bíl á 2 árum eru mínir innikettir og kvarta ekkert rosalega mikið yfir því.
Bætt við 8. mars 2008 - 13:25 Annars er hægt að sjá samþykkt um kattahald í Reykjavík á
http://langey.bv.rvk.is/kattadb/skrar/samthykkt_um_kattarhald.pdf