Smá pælingar í gangi…
1. Kisan mín bítur rosalega mikið. Er það alveg normal? Hún er ekki bara að naga/narta heldur að höggva í mann. Ég læt hana nú mest vera en þegar eitthvað þarf að koma við hana (t.d. færa hana af þurkkaranum þar sem hún sefur) heggur hún í mann og hvæsir og lætur öllum illum látum
2. Kisa fer úr hárum. Rosalega mikið. Ég er með hana á hollustu fæði, rosa fínu einhverju sem ég fékk hjá dýralækninum, hún er á pillunni og fer í bað á hverjum laugardegi. Er alveg venjulegt að hún skilji rúmið sitt eftir kafloðið í hvert skipti sem hún fer úr því??
3. Eru kettirnir ykkar svona geðbilað mikið tilbúnir í að elta ykkur? Ég bý í miðbænum og kisa eltir mig útum aaaallt.. Síðast þegar ég fór á djammið tók ég ekki eftir því að hún var að elta mig og ég var komin fyrir utan ellefuna (bý nálægt sundhöllinni) þegar kisa fer að láta öllum illum látum því ég var að fara inn.. Hún réðist á einhvern strák sem var úti að reykja og ég þurfti að labba alla leiðina heim og læsa hana inni til þess að losna við hana..
Er ég að veita henni of litla athygli? Ég kaupi nýtt leikfang alla laugardaga (sem hún fær eftir bað..)og gef mér tíma í að leika við hana að minnsta kosti 2 sinnum á dag..
Er ég að gera eitthvað vitlaust eða er kötturinn minn bara stóóórskrýtin?
Annars er það bitmálið sem truflar mig mest..
Gæti þetta verið því hún er ung? Fædd í mars fyrir ári..
Og finnst fleiri köttum svona rosalega gaman að fara ofan í poka??
framleiða-framkalla..