Daginn,

nú er framundan þessi frábæri árstími þar sem við sprengjum frá okkur allt vit en það fer ekki vel í ferfætlinga. Málið er að ég er með innan við ársgamlan högna og hef ég smá reynslu af hundum við þessar aðstæður en enga af köttum. Hvað er best að gera til að hann Tumi, kötturinn minn fari sér ekki að voða eða týnist.