Litla gullið mitt er týnd hefur ekkert sést síðan 18 desember kl 19:00 djöfull sakna ég hennar ég er búin að vera að leita og leita úr um allt, (Bý í eyjafjarðarsveit) Hún svarar nafninu sínu alltaf og kemur hlaupandi ef matarpokinn hennar er hrisstur, hún varð 7 mánaða í gær 19 desember.
En ef einhver hefur séð hana þótt ég telji það ólíklegt þar sem þetta er í sveitinni þá er hún allavega meðalstór hvít undir með hvítan kraga um hálsinn og er gulbróndótt að ofan, hún er frekar loðin og er með rauða ól með endurskýni og merkispjaldi.
æji ég er bara í rusli :( ég stal reyndar mömmu hennar í dag til að hafa einhvern hjá mér til að spjalla og dekra við :) Enda á hún bara heima í fjósinu :) ef mér líður enn verr þá er litla systir hennar úti í fjósi sem ég get stolið líka en það verður einhver að veiða mýsnar :)
Bætt við 21. desember 2007 - 12:09
Jæja hún fannst! Hún hafði dottið niður strompinn á kartöflugeymslunni og því ekki komist út og það heyrðist ekkert í henni nema vera alveg með eyrað uppað hurðinni, svo hljóðeinangrað þar, fyrir tilviljun var kona bóndans að labba með hundinn úti og voffi skaust strax að geymslunni og fann og heyrði í henni! Það er farið á nokkra vikna stundum mánaða fresti í geymsluna svo þetta var heppni, ég vissi ekki að það væri strompur þar og hafði því ekki dottið þetta í hug en sem betur fer fannst hún eftir slétt 2 sólahringi! Greyið var svo ánægð að komast heim og spjallaði heillengi allt gærkvöldið :) Manni líður svo rosalega vel að vita til þess að ekkert slæmt hafi komið fyrir :)