Kötturinn minn greindist með sykursýki fyrr í dag og ég var að spá í hvað skal gera.
Ég ætti að byrja á að segja að hann er 17ára gamall og hann er hættur að borða, drekkkur lítið og er máttlaus.
Það er hægt að halda honum á lífi með insúlíni en það er bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Ég hef heyrt að kettir geta lifað venjulegu lífi á insúlíni en hann á kannski ekki það mikið eftir af sínu lífi hvort sem er.
Ég er sjálfur 18ára og hef því þekkt hann allt mitt líf og mig þykir mjög vænt um hann.
Ég var að spá hvort það sé bara kominn tími á að láta hann fara…..
Það er náttúrulega alltaf siðferðismál í kringum þetta en ég veit ekki hvernig honum líður eða mun líða en á ég að halda í honum lífi í 1-2ár max sem hann mun örugglega ekkert hafa gaman af.
Ég veit ekkert hvað ég á að gera og þetta er líklega erfiðasta ákvörðun lífs míns.
Einhver sem getur hjálpað mér?