Það er ekkert óvenjulegt, en ég skal telja upp litina sem þær eru í.
Læður geta verið einlitar, td. rauðar. Þær geta verið í tveimur litum, td. rauðar með hvítu. Þær geta líka verið þrílitar, td. rauðar, svartar og hvítar.
Þótt að kötturinn sé rauðbröndóttur án hvítu finnast stundum margir rauðir litir. Sérstaklega þegar kettir eru bröndóttir ;)
En maður talar samt bara um að þeir séu þrilitir eða tvílitir þótt að það séu 7-8 mismunandi litir af sama lit.
Þegar ég skoða feldinn á Ísold (sem er rauð með hvítu) þá sé ég um 5 rauða liti, 1 hvítan og síðan finnast nokkur svört hár inn á milli. Hún er samt bara tvílit :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..