Kötturinn minn var geldur í gær og er búinn að vera mjög skrítinn síðan, hann er ekkert búinn að sofa síðan hann kom heim um klk 2 í gær (sem sagt í sólarhring núna) og hann missti frá sér þvag á gólfið og kúkaði á sófann (við mikinn fögnuð…)
Hann er búinn að vera 100% kassavanur frá því að við fengum hann, sem eru cirka 10 mánuðir síðan
Svo ég spyr…
Ég ætlaði að hringja upp á dýraspítalann og spyrjast fyrir en það er bara neyðarvakt og ég veit ekki hvort því yrði vel tekið ef þetta er alveg eðlilegt.
Kannast einhver við svona vesen eða á ég að hafa (meiri) áhyggjur? :/