Verðið er mismunandi eftir því hvort að kötturinn er seldur sem sýningardýr, ræktunarsdýr eða gæludýr, ekki allir kettir henta til sýninga eða ræktunar og stundum vill ræktandinn ekki að það sé ræktað undan þeim, það fer þessvegna alveg eftir því hvað ræktandinn segir, skógarkettir eru allavega seldir frá 30-50.000.
Ef að köttur er seldur til ræktunar og það kemur svo í ljós að hann hentar ekki til ræktunar getur ræktandinn þurft að endurgreiða köttinn, taka hann til baka eða lofa eigandanum annan kött í staðin, það borgar sig ekki að selja kött sem ræktunardýr nema þú sért 100% viss um að hann hafi alla kosti sem ræktunardýr hefur.