Ég á kött sem er 1 árs og hann er mjög mikið fyrir að veiða(allt mögulegt). Semsagt það er rifsberjarunni í garðinum hjá mér og þar eru skær rauð rifsber sem laða að fugla. það vill svo til að kötturinn minn veiðir þá alla þó hann sé ekki “svangur” og það eru farnir að birtast allt uppí 5 dauðir fuglar á dag undir tröppum.
Er einhver leið til að fá hann til að hætta þessu? bjöllur virka ekki, að loka hann inni virkar ekki.