Ég vildi bara segja frá svolitlu sem gerðis í ágúst í fyrra:

Þann 14 ágúst 2006 fórum við fjölskyldan í kattholt að finna kött fyrir okkur. Við völdum gráa læðu og áttum við á fá hana sama dag. Sagt var við frú Sigríði(Stjórnanda Kattholts) að ekki væri vitað hvort læðan væri tekin úr sambandi og án þess að líta á okkur þá sagði hún að við yrðum að bíða í nokkra daga meðan þau væru að tékka á því. Við gáfum E-mail adressu og nafn og var þessi kona langt því frá að vera vingjarnleg. Og núna í júlí 2007 hefur enginn haft samband við okkur. Við völdum annan kettling á dýralandi og ætluðum bara að segja frá því þegar þau hefðu samband. Og ég hef heyrt um fleiri tilvik þegar þessi kona sem skrifar dramantískar færslur um að það þurfi að taka ketti frá kattholti, hefur aldrei samband eða er vingjarnleg þarna. Ætli hún dæmi mann bara ekki um leið og hún sér mann.

Allavega er þetta frekar leiðinlegt þegar fólk vill fá sér kött kemur þessi kona í veg fyrir það.

Hafið þið lent í svona leiðindum við þessa konu.