Ég á fjóra persa og það er mjög misjafnt eftir því hvort að kötturinn er litagallaður eða er bara ekki eins og sýningaköttur, svo sem eyrun ekki á alveg réttum stað og vísa of mikið fram eða hvað sem er.
Ég á einn sem ég keypti fyrir 60 þúsund og hann er ekkert sérstakur sýningarköttur en er það samt. Svo á ég einn sem ég fékk gefins og hann er flottur sýningarköttur. Ég á einnig eina læðu sem er rosalegur sýningaköttur og við borguðum heldur ekkert fyrir hana. Síðast en ekki síst er það kettlingurinn okkar, hann er rosalega flottur sýningarköttur, einn sá besti sem ég hef séð á æfi minni og hef ég nú séð þá nokkra. Hann kostaði 95 þúsund með afslætti. Hann átti að kosta 130 þúsund.
Svo að eins og þú sérð fer þetta allt eftir því hversu flotta ketti þú vilt. Þú getur fengið gefins persa og upp í svona 30 þúsund sem eru þá bara heimiliskettir en ekki sýningardýr. Allt upp í 130 þúsund ef þú ætlar að kaupa hann á íslandi.
Nafli er lok fyrir ástand í alheimsvanda, úti sem og Gabríel…