Þegar ég kom heim til mín í gær voru örfáar vinkonur mínar heima. Þær fóru að flissa og sögðust hafa gefið læðunni minni kaffi og sýróp. Ég varð afar ósátt.
En mig langar bara að spyrja er ekki stórhættulegt að gefa dýrum/köttum sýróp.
Maður man alltaf eftir því sem barn, að sykur mundi gera dýr blind. Þó ég trúi því ekki beint þá held ég samt að svona sykur í formi sýróps geti nú varla verið góður fyrir elsku læðuna mína.
Hver gæti hugsanleg skaðsemi svona sýróps verið?
Hvaða skaða hlýtur dýr af sykuráti?
Takk fyrir
Sleepless