Úr þessum sjúkdómi deyja mjög margir kettir, eins og mín læða, 5 mánaða, líka bróðir hennar (held ég) , þessi sjúkdómur er mjög algengur svo að sumir nota þetta sem “plat-ástæðu” til að svæfa köttinn, því að þau vilja ekki segja að hann hafi verið svæfður vegna pissuvandamáls. Svo að þessir kettir sem þú skoðaðir eru örugglega ekki allir svæfðir út af þessu.
Ég veit um eina læðu sem var til sölu í langan tíma vegna þess að eigandinn gafst upp á henni vegna pissuvandamáls, en sagði aldrei hvers vegna hann var að selja hana. Sá sem keypti læðuna komst að því hvers vegna hún þurfti að losa sig við læðuna og reyndi lengi að stoppa þetta vandamál, en gafst upp og svæfði hana, en sagði að hún hafi verið svæfð vegna nýrnarvandamáls.