Norskir skógarkettir fara auðvitað úr hárum, en þeir þurfa mjög litla feldhirðu. Galdurinn er að hafa þá á réttu fæði.
Ég á eina sem er blönduð af norskum og persa, maður hefði haldið að hún yrði þá vandmeðfarnari vegna feld persans en það er ekki. Hún fékk greinilega feldinn frá norska og hefur hún aldrei fengið flækju!!
Úti sem inni, skipti engu máli… Að vísu er ég núna nýbúin að skipta um fæði, yfir í royal canin, og tek eftir því að hún fer mun minna úr hárum en áður.
Það sem maður verður að passa mest, sérstaklega ef kisa er bara inni, að hún fái annaðhvort mat sem hefur hemil á hárboltunum eða þá að gefa henni reglulega kattarmalt sem fæst í flest öllum dýrabúðum. Annars geta þau fengið teppu og/eða ælt mikið.