Garðabrúða(Valeriana officinalis) vex á íslandi, villt og í görðum(þetta er vinsæl planta að hafa í görðum hjá fólki). Það er líka hægt að kaupa í apótekum Garðabrúðu-töflur sem eru gerða úr rótinni, þær hafa róandi áhrif, notað fyrir þá sem eiga erfiðleika með svefn. Garðabrúða var á 19. öld Valíum okkar aldar.
Og kettir eru vitlausir í hana, einskonar dóp fyrir þá, ég var einmitt áðan upp í brekku að grafa upp rætur af Garðabrúðu og kötturinn hennar mömmu varð óður, ég er búin að láta þær í poka upp á skáp sem hann kemst ekki upp á, áður en ég gerði það var hann á leiðinni að vera búinn að rífa pokann í sundur. Ég gaf honum samt smá rót að naga.
Bætt við 16. júní 2007 - 00:27 Blómin í myndbandinu eru reyndar ekki Garðabrúða hérna er slóð með mynd af Garðabrúðu:
http://www.floraislands.is/HAPL/valeroff1b.jpg