Ég er með tvær læður, sem gengur bara alveg ágætlega. Ég reyndar las einhvern tímann um hunda að ef að maður hefði einn hund og eina tík myndu þeir verja hvort annað fyrir öðrum hundum, meira eins og systkini, 2 tíkur hins vegar ráðast stundum á hvora aðra og þó svo að ein tíkin gefist upp hætti hin ekki að ráðast á hana.
Annars er það auðvitað bara eitthvað sem ég las um hunda og kannski ekki alveg að taka mark á. Þó tek ég eftir því hjá mínum kisum líka, þ.e.a.s. þegar ein kisan dettur á gólfið sem svona “ég gefst upp” signali (yfirleitt alltaf sama kisan) þá hættir hin ekki endilega, stundum þarf að stöðva þær (þó svo að ég efast ekki um að þær myndu annars stöðva sjálfar að lokum þar sem ég er ekki alltaf til staðar til að skilja þær að). En sú sterkari er hálfur villiköttur sem gæti jafnvel útskýrt ýmislegt. Annars gengur það ágætlega. Stundum leika þær sér saman og svona, finnst það bara mjög gaman - fara reyndar líka stundum í “gamnislag” (já, það sést munur…) sem getur farið úr böndunum.
En þær eru báðar svo yndislegar, þetta gengur annars alveg eins og í sögu og þær hafa ekki komið illa útúr þessu sambandi þeirra.
Fyrst þetta er perskesk læða sem þú átt fyrir þá held ég að þetta ætti ekki að vera mál, held ég. Það væri alls ekki vitlaust að fá sér aðra kisu, ef þú hefur áhugann, bara tvöföld ást. :)
Bætt við 16. júní 2007 - 18:36
Afsakið annars hvað ég svara seint, hefuru kannski eignast annan kisuling fyrir.
Ég býst við því að ef þú færð nýju kisuna sem kettling ætti þetta að vera enn minna mál. Pabbi minn átti kisu sem var af sama rasa og frekari kisan mín og lét eins. Svo kom þessi nýja (og reyndar veika) kisa inn á heimilið sem var bara kettlingur (og dó sem slíkur). Eldri kisan hans pabba sleikti alltaf kettlinginn og hugsaði um hann eins og eigin kettling. Það voru tvær læður.