Hæ ég er að velta einu fyrir mére ég er með 5 mánaða kettling inn á heimili mínu og er að hugsa um að fá mér persa hann er 5 ára gamall er eitthvað sem segir að það eigi ekki eftir að ganga upp að vera með þá báða á heimilinu ?
Það er bara ein leið að komast að því og það er að prufa, það er svo misjafnt hvernig kettir taka nýjum heimilum, ég myndi bara prufa til að komast að því.
Það ætti ekki að vera neitt mál. Flestir kettir eiga mjög auðvelt með að búa saman. En gaman væri að vita hvers kyns kettirnir væru því það skiptir oft máli í þessu.
í kisubókinni er góð lýsing á hvernig best er að kynna 2 ketti fyrir hvorum örðum, en þar er líka tekið framm að það er ólíklegra að köttur sem er “gamall” og ekki vanur öðrum köttum á sama heimili taki vel í svona :D en endilega prufa ef persinn sé lúfur og kelinn :D
Ég ákvað að prufa hvernig sambúðin myndi virka og fyrsti dagurinn gékk vel pesinn sýnir hinum engan sérstakann áhuga ennþá og kéttlingurinn sem ég veit ekki hvað kynið kallast ( venjulegur húsköttur)heldur sig fjarri og hvæsir annað slagið og fær fullt af athygli fyrir vikið frá okkur :) persinn er mjög blíður og kelinn.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..