hvað á maður að gera?
ég og vinkona mín vorum áðan úti að hjóla. við stoppuðum í nauthólsvík og þar sáum við kött. við vorum heillengi að spá í hvað við ættum að gera, skilja hann eftir eða taka hann með okkur og tjékka hvort að einhver köttur eins og hann væri týndur. af því að hann illa lyktandi og með tár og stýru í augunum. samt var hann mjög kelinn og var alltaf að mala og þæfa í okkur eins og að hann þyrfti einhverja athygli. ég veit að þetta er mjög stutt grein en mig langaði bara að spurja hvað maður ætti að gera ef að maður sér kött og heldur að hann sé villtur. því að kannski er hann bara að fá sér stóran göngutúr.