Það er nógu mikill munur á þessum tegundum að það á að vera auðvelt að þekkja í sundur ef maður veit eitthvað um tegundirnar.
Á síðustu sýningu var komið með “skógarkattar” blending til dómara og dómarinn spurður hvort að það væri hægt að segja til um hvaða blanda kötturinn væri. Dómarinn taldi upp nokkur atriði sem mætti líkja við Síberíu köttinn og nokkur atriði sem kæmu sennilega frá persum, bæti svo við þegar honum var sagt að þessir kettir væru ekki til á Íslandi að það væri eiginlega vonlaust að segja til um blöndun á köttum.
Hér er svo tengill í síðu með stöðlunum á flestum tegundunum.
http://www.fifeweb.org/wp/breeds/breeds_prf_stn.html