Halló!
Erum í ömurlegum málum. Fengum 10 vikna kött í desember sem var þá ekki allveg kassavanur. Við höfðum hann inni á klósetti fyrstu vikurnar bara með kassanum sínum þangað til hann pissaði bara og kúkaði í hann. Þá færðum við hann inn í þvottahús, og svo núna er hann byrjaður að kúka og pissa út um allt! Hvað er til ráða? Við erum búin að þrífa og setja klór í hvert skipti sem hún mígur en þetta getur ekki haldið svona áfram.