Það hefur verið hefð hér að setja út á valmöguleika í könnunum hér og því ætla ég aðeins að ræða þessa könnun :)
Kettir eru almennt flokkaðir í þrjá flokka hvað feld varðar stuttur, hálf síðhærður og síðhærður.
Kettir eins og Sphynx teljast stutthærðir því þeir hafa hár á vissum stöðum.
Kettir sem eru með hálfsíðhærðan feld eins og Maine coon, norski skógarkötturinn, Birma og húskettir með sambærilegan feld passa eiginlega ekki inn í könnunina því að þeir eru flestir með meira en “ágætlega löng hár” en teljast þó flestir valla “loðnir” miðað það sem almennt er talið loðið.