ok ég er með vandamál.. ég á u.þ.b 4mánaða kettling sem að tók allt í einu uppá því að kúka á gólfið. Hann gerir þetta bara einstöku sinnum eða kannski svona 1-3 í viku og alltaf á sama stað. Þessi staður er eins og hálfum metra frá kassanum hans en hann kúkar alveg og pissar samt eðlilega í kassan líka.
ég er búin að ormahreinsa hann, ég skipti alltaf reglulega á sandinum og henti kúknum í kassanum alltaf jafnóðum. Hann er ekki að mótmæla neinu (held ég..) því að við erum alltaf góð við hann og gefum honum fínan mat og mjólk og svoleiðis..
Ég veit ekki hvað ég á að gera því að ég er að fara með hann inná heimili fjölskyldu minnar um páskanna og ég vill alls ekki að hann fari að kúka á gólfið þar!
Dýralæknirinn sem ég hafði samband við sagði að ég ætti að lóga honum því hann gæti verið sóðaköttur!
hjálp!:(
Bætt við 18. mars 2007 - 16:02
já ég ætla að bæta við að hann pissar alltaf í kassan það er bara þetta með kúkinn hans..:/