Miða við verð á hundum eru kettir ódýrari og sýnir kannski best hvað það er okrað á hundunum. Fyrir ræktendurna er ekkert dýrara að ala upp hvolp úr smáhundategund heldur en að ala upp kettling. Ættbókin er aðeins dýrari hjá hvolpinum en annað nánast eins, því má segja að hundaræktandin fái ca.100.000 kr. meira í vasan fyrir hvern hvolp heldur en kattaræktandin hefur fyrir kettlingin.
En meðan nógu margir vilja eignast svona hvolpa og eiga of mikið af peningum (eða það vitlausir að borga svona upphæð 150 þús. +)þá er það bara gott fyrir hundaræktendur.
Í sambandi við hreinræktaða ketti þá er verðið á gæludýri ca. 40 - 100 þús. eftir tegund en það er að sjálfsögðu lámark að kötturinn sé heilbrigður og gallalaus. Aðrir ketir ættu að vera mjög ódýrir eða ókeypis.
Gelding er held ég aldrei inn í verði dýra enda er kostnaður af gelding hluti af því að eiga og bera ábyrgð á dýri og á það við húsketti jafnt sem aðra. Það ábyrgðarleysi að gelda ekki fleiri ketti heldur en gert er má sjá best í tölum um óskilaketti á Kattholti og öllum þeim tugum og hundruðum katta sem aflífaðir eru á hverju ári.
Það þarf ekki að láta læður eiga got áður en þær eru teknar úr sambandi og margir láta læðurnar eiga kettlinga sér til ánægju, ekki læðunar og án þess að hugsa um hver afdrif kettlingana verða.
Það ættu ekki að vera til gefins kettlingar, heldur ætti að selja þá á ca. 10000 eða fyrir kostnaði og þá orðna 12 vikna, bólusetta fyrstu sprautu, ormhreinsaða og örmerkta. Þetta væri viss trygging fyrir framtíð þeirra og kemur kannski fyrir að fólk fái sér kettling bara upp á grín og hendi honum svo út þegar hann eldist og áhuginn fyrir honum minkar.