Það vill svo til að ég og kærasta mín fengum okkur kettling fyrir ca 9mán. og stuttu eftir tókum við að okkur heimilislausri læðu sem er nú ca 7mán.
Við eigum hinsvegar í vanda útaf læðunni, hún fer uppá allt og brýtur gjörsamlega allt sem er hægt að brjóta.
Meðal þess að hún eiðilagði jólatréið okkar og allt skrautið á því. (sem við fengum gefins frá fjölskyldu okkar beggja, margt var yfir 10-20 ára gamalt og því mjög verðmætt fyrir okkur.)
Hún er búin að brjóta ca 30 kertastjaka og styttur. (2 af 4 styttum sem voru 33 ára gamlar, og höfðu mikla merkingu.)
Hún er búin að eiðileggja 2 gardýnur, 2 gluggasyllur (með því að klóra í gegn og rífa upp viðinn.)
1 baðsegl (baðhengi)
1 sæng og lak. (með því að gera þarfir sínar þar, og klóra allt í hakk.)
1 19" flatskjá. (Tókst einhvernvegin að losa hátalara sem voru límdir pikkfastir við borðið fyrir ofan skjáinn þannig að þeir sveifluðust í hann.)
Og fyrir utan það stekkur hún óhrædd út um gluggan af 2hæð. (eru bæði innikettir.) Þannig að við getum ekki einusinni haft opna glugga :(
Já, Hvað get ég gert!?
Þetta er að gera mig brjálaðann og þar sem ég gjörsamlega elska ketti þá veit ég ekkert hvað ég á að gera.. Og ef þetta hættir ekki verð ég að losa mig við hana :(
Hjálp…
Beer, I Love You.