Jæja. Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ég og kærastinn minn tókum semsagt að okkur kött sem var heimilislaus og hékk alltaf fyrir utan búðina sem hann vinnur í. Við búum í íbúð fyrir neðan mömmu hans, og hún er með ofnæmi fyrir köttum. Núna er hún að deyja úr kattaofnæmi, og hún veit ekki af kettinum. Okkur vantar nauðsynlega að þessi læða fái nýtt heimili sem fyrst vegna þess… og hér kemur skemmtilegi parturinn… að hún er ólétt og við getum ekki haft hana hérna á meðan mamma hans er á landinu. Og við höfum það ekki í okkur að henda henni út óléttri svo hún geti eignast kettlingana sína í snjónum. Hún er lítil, hvít og svört, og gæti ekki verið mikið eldri en 8 mánuða.
Þetta er yndislegasti köttur sem ég hef kynnst, hún er manngælin og elskar að kúra með okkur. Hún er líka útiköttur. En allavega. Ef þið gætuð tekið hana að ykkur eða vitið um einhvern sem gæti það, endilega svarið þessum kork.
“Some people juggle geese. My hand to God. Baby geese. Goslings. They were juggled”.