Sogþörf hjá kettlingum
Ég á þriggja mánaða kettling og hún er mikið fyrir að liggja í fanginu á manni og láta okkur klappa sér, en mjög oft byrjar hún að gera svona eins og hún sé að sjúga spena á bolinn minn. Ég lét tusku fyrir og hún fór þá bara framhjá henni og fann bolinn aftur (neitað s.s. að sjúga tuskuna) og svo fór ég í peysu og hún saug hana bara af bestu lyst. Er hægt að kaupa eitthvað kattarsnuð eða eitthvað? Ég bara get ekki bannað henni þetta því hún er malandi á meðan og þegar ég tek hana af mér horfir hún á mig og ég bráðna alveg og held áfram að leyfa henni þetta. Strýk henni og klóra henni á bakvið eyrun og svoleiðis líka. Allavega, hvernig get ég fengið hana til að hætta að sjúga bolinn minn? Bolurinn verður blautur og svo meiðir hún mig þegar hún ýtir á mig með loppunum því hún tekur klærnar svona inn og út eins og þegar þær örva spenana á mömmu sinni.