Þetta eru því miður algengnt ofnæmi sem hrjá margt fólk. Orsakir þeirra eru oft margslungnar og samofnar, leitað er oftast eftir einföldustu skýringunni og oftast er kennt pelsdýrunum um allt saman án þess að kanna raunveruleika ástæðu einkennana.
Stutthærðir kettir valda meira ofnæmi en síðhærðir. Það sem veldur ofnæminu eru húðfrumur sem losna og stjast í pelsinn. Dýralæknar mæla ekki með því að ofnæmissjúklingur kaupi sér kött.
Stundum heyrir maður samt talað um að ofnæmissjúklingar þoli sumar kattartegundir betur en aðrar og að sjálfsögðu er það þannig að köttur sem var á heimilinu þegar ofnæmið braust út veldur minni einkennum en aðkomuköttur. Það eru ekki til neinar umfangsmiklar rannsóknir á ofnæmi og köttum, en svo virðist í flótu bragði sem Rex kettirnir með sinn sérstaka feld valdi minnstu ofnæmi.
Plempen!